Svan­dís Svavars­dóttir fékk trefil sem ætla má að sé úr versluninni Cosmo í Kringlunni að gjöf. Þetta kemur fram í skrif­legu svari Iðunnar Garðars­dóttur, að­stoðar­konu ráð­herrans við fyrir­spurn Frétta­blaðsins.

Mynd af Svan­dísi fyrir utan ráð­herra­bú­staðinn hefur verið í dreifingu á sam­fé­lags­miðlum síðast­liðnu daga. Þar má sjá hana með trefil sem er sláandi líkur Louis Vuitt­on trefli en trefilinn má kaupa í Cosmo í Kringlunni. Í svörum Iðunnar kemur hins­vegar fram að Svan­dís viti ekki hvar trefillinn sé keyptur.

Fréttablaðið/Skjáskot

Eig­andi Cosmo, Lilja Hrönn Hauks­dóttir, hefur í sam­tali við DV þver­tekið fyrir að um hönnunar­stuld sé að ræða. DV ræddi við Lindu Björg Árna­dóttur, dósent í fata­hönnun við Lista­há­skóla Ís­lands fyrir helgi sem sagði klárt að um hönnunar­stuld væri að ræða í til­viki treflanna.

Linda segir að eftir­líkingar á hönnunar­vörum sé stórt vanda­mál í heiminum. Sí­fellt sé verið að gera slíkar vörur upp­tækar um allan heim. Sjálf segir Lilja að treflarnir séu ein­fald­lega keyptir frá lög­legri heild­sölu í London og að um sé að ræða ein­falt blóma­mynstur.

Lilja þvertekur fyrir að um hönnunarstuld sé að ræða.
Fréttablaðið/Vilhelm