Oli­ver Dowden, menningar­mála­ráð­herra Bret­lands, segist hafa á­hyggjur af því að yngri kyn­slóðin líti sem svo á að sjón­varps­þættirnir The Crown séu sagnfræðilega sannir og vill að sér­stök við­vörun sé sett í upp­hafi þáttanna að um sé að ræða skáld­skap.

Að því er kemur fram í frétt Guar­dian um málið mun ráð­herrann fara fram á að „heil­brigðis­við­vörun“ verði sett við hvern þátt en hann sagði að án þess gætu þeir sem lifðu ekki á tímum sjón­varps­þáttanna talið að um væri að ræða sanna þætti.

„Þetta er fal­lega fram­leidd skáld­saga, þannig að eins og með önnur sjón­varps­verk­efni, ættu þau hjá Net­flix að vera mjög skýr með það frá byrjun,“ sagði Dowden í sam­tali við Mail og Sunday.

Sagn­fræðingar hafa þó tekið fram að það sé skýrt að um skáld­sögu sé að ræða og hefur Net­flix áður tekið fram að þættirnir séu að­eins byggðir á sann­sögu­legum at­burðum. Margir telja þó að í fjórðu þáttaröðinni sé sérstaklega mikið um skáldskap að ræða.

Sagðir notfæra sér erfiðleika fjölskyldunnar

Þættirnir hafa notið mikilla vin­sælla en fjórða þátta­röðin var frum­sýnd fyrr í mánuðinum og er þar fjallað um bresku konungs­fjöl­skylduna frá á áttunda og níunda áratug síðustu aldar.

Það er þá sem Díana prinsessa kemur til sögunnar en með­limir konungs­fjöl­skyldunnar eru sagðir ó­sáttir við þátta­röðina og það hvernig sambandi hennar við Karl Bretaprins er háttað.

Vinir Karls Bretaprins eru sagðir telja að með þáttunum sé verið að notfæra sér erfiðleika fjölskyldunnar en aðrir telja að þættirnir sýni fjölskylduna á jákvæðan hátt og manngeri meðlimi konungsfjölskyldunnar.