„Allt reynt til að halda í titilinn upp­á­halds frænkan, þrátt fyrir að vera oft of upp­tekin,“ segir há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra, Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, í færslu á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram í gær. Þar má sjá ráð­herra, klædda eins og prinsessan Elsa í Disney teiknimyndinni Frozen, í stórum hoppu­kastala. Til­efnið var af­mæli frænku hennar, sem hélt ný­verið upp á fjögurra ára af­mælið sitt með búninga­þema.

Af við­brögðum fylgj­enda Ás­laugar að dæma féll þetta út­spil hennar heldur betur í kramið.

„Þú ert svo mikið og besta frænkan.“

„Hvar má leggja inn pöntun fyrir næsta af­mæli?“

„Besta sem ég hef séð.“

„Sjúk­lega flott Elsa! Finnst að þú eigir að nota þetta out­fit í vinnuna líka. Er ekki um­hverfis­vænt að nota fötin sín sem oftast?“

„Þú ert snillingur verð ég að segja – gott að taka sjálfan sig ekki of há­tíð­legan.“