Breski blaðamaðurinn Valentine Low fer yfir sam­band Meg­han Mark­le og starfs­fólk konungs­fjöl­skyldunnar í nýrri bók, Courtiers: The Inside Story of the Palace Power Struggles. Óhætt er að segja að margir hafi beðið bókarinnar með eftirvæntingu, enMail On­line hefur fengið búta úr bókinni af­henta til um­fjöllunar.

Í bókinni kemur meðal annars fram að Meg­han hafi átt stirt sam­band við starfs­fólk konungs­fjöl­skyldunnar og ekki komið vel fram við að­stoðar­menn sína. Í bókinni er einnig fjallað um ein­staka demants­eyrna­lokka Meg­hans sem hafa valdið miklum usla á Bret­lands­eyjum síðustu ár.

Í um tvö ár eltust blaða­menn, sem fjalla um konungs­fjöl­skylduna, við að leysa ráð­gátuna um hvaðan demants­eyrna­lokkarnir, sem Meg­han var með í opin­berum heim­sóknum í Eyja­álfu árið 2018, komu.

Tals­menn konungs­fjöl­skyldunnar sögðu í­trekað að hún hefði fengið þá að láni frá skart­gripa­sala. Ekki voru allir sem keyptu þá skýringu enda á konungs­fjöl­skyldan nóg af skart­gripum.

Ráð­gátan hófst árið 2018 þegar Meg­han og Harry fóru í opin­berra heim­sókn til Ástralíu, Tonga og Fiji-eyja. Meg­han sást fyrst með eyrna­lokkana í opin­berum kvöl­verði með for­seta Fiji og vöktu þeir mikla at­hygli al­mennings og fjöl­miðla­manna sem töldu eyrna­lokkana aug­ljós­lega rán­dýra og ekki við hæfi fyrir slíkt boð, enda fá­tækt útbreidd á Fiji-eyjum.

Nokkrum mánuðum eftir kvöld­verðinn komst bloggari sem skrifar reglu­lega um konungs­fjöl­skylduna að því að eyrna­lokkarnir væru frá skart­gripa­sala í Hong Kong og að þeir hefðu verið seldir en ekki lánaðir.

Árið 2020 kom síðan í ljós að eyrna­lokkarnir voru brúð­kaups­gjöf til Meg­han frá krón­prinsinum í Sádí- Arabíu og nú for­sætis­ráð­herra landsins, Mohammed Bin Sal­man.

Krónprins og forsætisráðherra Sádí-Arabíu, Mohammed Bin Salman.
Fréttablaðið/Getty

Ekki voru gerðar sérstakar athugasemdir við gjöfina á sínum tíma, en hún var sett í annað samhengi þann 2.októ­ber 2018 þegar blaða­maðurinn Jamal Kas­hoggi var myrtur og bútaður niður í sendi­ráði Sádí-Arabíu.

Þann 12. októ­ber, fjórum dögum fyrir opin­bera heim­sókn Meg­hans og Harrys, var orðið nokkuð ljóst að Bin Sal­man hefði fyrir­skipað morðið á Kas­hoggi. Þann 20. októ­ber, heilum þremur dögum fyrir kvöld­verðinn í Fiji, viður­kenndu em­bættis­menn í Sádí-Arabíu að hafa myrt Kas­hoggi.

Ráð­gatan endar þó ekki þar þó mörgum finnst það furðu­legt hvers vegna Meg­han myndi skarta slíkri gjöf frá manni sem ný­verið fyrir­skipaði morð á blaða­manni heldur hafa margir velt fyrir sér hvers vegna konungs­fjöl­skyldan steig ekki inn í.

Meg­han sást aftur með eyrna­lokkana í sjö­tugs­af­mæli Karl 3. Breta­konungs, þá prins af Wa­les, mörgum vikum eftir að allir vissu að Bin Sal­man stæði að baki morðinu á Kas­hoggi.

Konungs­fjöl­skyldan hefur verið afar var­kár að gera ekki mis­tök sem þessi í opin­berum heim­sóknum síðast­liðna ára­tugi en í bókinni er greint frá því að starfs­menn vissu ekki hvaðan eyrna­lokkarnir kæmu.

Þá mun einnig koma þar fram hver hafi upp­haf­lega komið þeim ósannindum af stað að þeir hefðu verið fengnir að láni og af hverju fjöl­miðla­full­trúar fjöl­skyldunnar sögðu þá vera frá öðrum skart­gripa­hönnuði.