Rachel Uchitel, fyrrverandi ástkona bandaríska golfarans Tiger Woods, segir frá ástarsambandi þeirra í nýrri heimildarmynd á vegum HBO. Heimildarmyndin er í tveimur hlutum og var sá fyrri sýndur nú um helgina.

Rachel greinir frá því í People magazine að hún vilji með þessu ná að sleppa tökunum á málinu sem hefur fylgt henni frá árinu 2009.

„Ég hef verið þögul í áratug en mér fannst mikilvægt að tala um þetta, þó það væri ekki nema einu sinni á ævi minni, vegna þess að ég hef eytt öllum þessum árum í að leyfa fólki að komast upp með að segja hvað sem er,“ segir hún.

Undir lok nóvember fyrir ellefu árum var greint frá því að Tiger hafi átt í ástarsambandi við Rachel en hún neitaði sögunum á sínum tíma. Nokkrum dögum seinna stigu fleiri konur fram og sögðust hafa átt í sambandi við Tiger. Nágrannar Tiger komu að honum meðvitundarlausum fyrir utan heimilis hans og sagðist Elin Nordegren, þáverandi eiginkona Tiger, að hún hefði notað golfkylfu til að brjóta rúðu við það að koma manninum sínum út úr bílnum. Sögusagnir fóru á loft um að Elin hefði ráðist á hann þegar hún komst að framhjáhaldi Tiger og elt hann út úr húsinu með golfkylfuna að vopni enda virtist Tiger hafa orðið fyrir árás en Tiger neitaði þessari sögu seinna meir

Segist hún vilja koma hreint fram og leiðrétta mísvísandi upplýsingar sem hafa verið á sveimi í ellefu ár. Hún vilji ekki láta þetta eina mál móta allt líf.

„Mér finnst leiðinlegt að ég sé þekkt sem einhver hjásvæfa. Mér finnst leiðinlegt að ég sé þekkt sem hjónadjöfull — Þetta er ekkert ég,“ segir Rachel og bætir við: „Ég er 45 ára gömul kona. Ég tók vitlausa ákvörðun fyrir tíu árum ... Það er ekki eins og ég hafi hrint einhverjum niður tröppur. Ég drap engan. Ég gerði mistök. Allir gera mistök.“

Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr heimildarmyndinni.