Daniella Pick, sem er 36 ára, fæddi dreng í gær í Tel-Aviv í Ísrael. Þetta er fyrsta barn þeirra beggja en hjónin giftu sig við leynilega athöfn árið 2018 þar sem stórstjörnur á borð við Umu Thruman, Bruce Wilis, Samuel L Jackson og Diane Kruger voru viðstödd.

Þau Tarantino og Pick eiga að hafa kynnst fyrir rúmum tíu árum þegar Tarantino var við kynningarstörf á myndinni Inglorius Basterds. Þau tilkynntu um óléttuna í ágúst í fyrra og voru hæstánægð, þrátt fyrir að Tarantino hefði áður lýst því yfir að vera sáttur með að hafa helgað líf sitt kvikmyndagerðinni hingað til.