Queer Eye stjarnan Tan France er á Íslandi í fríi með eiginmanni sínum. Sjónvarpsstjarnan birti færslu á Instagram með mynd af sér og eiginmanni sínum í flugvél á leiðinni á klakann.

„Síðasta ferðin okkar áður en lífið okkar breytist,“ skrifar France undir færsluna. Hjónin eiga von á barni með aðstoð staðgöngumóður. Kallar hann ferðina „babymoon“, smá orðagrín með „honeymooon“ og „baby“ eins og brúðkaupsferð nema ferð áður en þeir fá barnið í hendurnar.

Hjónin eru lent á Íslandi. Tan France birti mynd af Suðurnesjum í „story“ á Instagram þar sem hann segir Ísland ekki valda vonbrigðum.

„Ísland hefur þegar farið fram úr mínum væntingum,“ skrifar hann.

Svo virðist sem Tan France sé lentur og virðist
Mynd: Skjáskot