Breska hljómsveitin Qu­een mun koma fram á Óskars­verð­launa­há­tíðinni sem fram fer á sunnu­dag. Söngvarinn Adam Lambert mun koma fram með hljóm­sveitinni en það hefur hann gert af og til síðan 2011. 

Kvik­myndin Bohemian R­haps­o­dy, sem fjallar um ævi söngvarans Freddi­e Mercurys og ævin­týri Qu­een-manna frá upp­hafi, er til­nefnd til verð­launa í fimm flokkum á há­tíðinni. 

Lambert kom fram með sveitinni á tón­leika­ferða­lagi hennar um heiminn frá 2014 til 2018. Af upp­haf­legum með­limum sveitarinnar er að­eins að finna þá Brian May og Roger Taylor. Freddi­e lést árið 1991 og lagði John Deacon bassann á hilluna skömmu eftir það.

Lambert gerði garðinn frægan í American Idol þegar hann hafnaði í öðru sæti í keppninni árið 2009. Að­dá­endum sveitarinnar er það ljóst að hann mun aldrei feta í fótspor Mercurys hins ó­gleyman­lega sem var aðal­sprauta sveitarinnar og laga­höfundur í mörgum af helstu smellum hennar.