Mar­vel hefur til­kynnt að þættirnir The Punis­her og Jessicu Jones muni fylgja Daredevil, Iron Fist og Luke Cage af streymi­veitunni Net­flix

Önnur þátta­röð af The Punis­her leit ný­verið dagsins ljós en til stendur að þriðja þátta­röðin um Jessicu Jones komi út síðar á þessu ári. Hún verður sýnd á Net­flix sam­kvæmt samningi við Mar­vel. 

Síðan mun Marvel, sem hefur dælt inn efni á Netflix undanfarin fimm ár, ekki framleiða fleiri þáttaraðir fyrir streymiveituna.

Ljóst er að um þungt högg er að ræða fyrir Netflix enda þættirnir með eindæmum vinsælir. Dis­n­ey á nú Mar­vel og hefur til­kynnt að á leiðinni sé ný streymi­veita, Dis­n­ey+, og mun sú sam­keppni vafa­laust reynast Net­flix erfið. 

For­svars­menn Mar­vel gefa sterk­lega til kynna að þeir muni finna nýjan vett­vang þar sem að­dá­endur ofur­hetjanna geta fylgst með ævin­týrum þeirra á­fram.