Púað var á þau Harry og Meg­han þegar að klippa úr við­tali Opruh Win­frey við þau var sýnt á bresku sjón­varps­verð­laununum í gær­kvöldi. Breska götu­blaðið Daily Mail greinir frá þessu.

Á verð­launa­há­tíðina voru mætt helstu fyrir­mennin úr bresku sjón­varpi, líkt og kepp­endur í nýjustu seríunni af raun­veru­leika­þáttunum Love Is­land. Tekið er fram í frétt miðilsins að það hafi verið á­horf­endur sem púuðu.

Við­talið var sýnt í þeim hluta verð­launa­há­tíðarinnar þar sem farið var yfir stærstu stundirnar úr bresku sjón­varpi undan­farið ár. Við­tal hjónanna sem sýnt var í mars síðast­liðnum olli miklum titringi í bresku sam­fé­lagi en þau ræddu meðal annars ras­isma í bresku konungs­fjöl­skyldunni.

„Mannskarinn hrein­lega æpti og púaði. Það var eins og þau væru ein­hverjir goð­sögu­legir vondu­kallar,“ segir ó­nefndur gestur í sam­tali við breska götu­blaðið.

„Það var frekar aug­ljóst að Meg­han er ekkert sér­lega vin­sæl. Sumir öskruðu en aðrir hlógu.“