Heilsumamman hefur undanfarin ár boðið upp á námskeið víða um borgina en nú heldur hún sig í Heilsuborg og býður þessa dagana upp á tvenns konar námskeið, Morgunmatur og millimál og svo kvöldverðarnámskeið þar sem áhersla er lögð á að auka hlut grænmetis á disknum. „Vinsælustu námskeiðin eru svo sennilega nammi námskeiðin sem eru í nóvember, þar sem við gerum konfekt í hollari kantinum.“ Oddrún segist leggja áherslu á að uppskriftirnar séu einfaldar og innihaldi ekki of mörg hráefni. „Það að borða næringarríkan mat þarf hvorki að vera flókið né bragðlaust.“

Oddrún Helga hefur undanfarin rúm sex ár haldið matreiðslunámskeið með áherslu á heilbrigt mataræði. Fréttablaðið/Anton Brink

Próteinríkur súkkulaðisjeik

Þegar útbúinn er sjeik í morgunmat er að sögn Oddrúnar mikilvægt að hugsa um að hafa ekki bara ávexti heldur passa að hann innihaldi líka fitu og prótein svo svengdin komi ekki strax aftur. Það mætti t.d. bæta út í hann þykkri kókosmjólk, avókadó eða smá ólífuolíu fyrir góða fitu og hampfræjum, chiafræjum eða öðrum fræjum, lúku af möndlum eða öðrum hnetum fyrir prótein.

(2 stór glös)

1 banani (sniðugt að nota frosna)

2-3 msk hampfræ

2 msk chia fræ + 1 dl vatn

1 msk hreint kakó (ég nota frá Himneskri Hollustu)

1-2 msk möndlusmjör, líka mjög gott að nota heslihnetusmjör

1 tsk hunang eða 1-2 döðlur

4 dl vatn

sirka 2 dl af klaka (ath. þarf ekki ef þið notið frosna banana)

Byrjið á því að setja chia fræin í glas og blandið saman við 1 dl af vatni. Leyfið því að standa og hrærið í öðru hverju á meðan þið finnið til restina af hráefnunum.

Setjið allt í blandara og blandið vel.

Nánari upplýsingar eru á heilsumamman.is eða á Facebook og instagram undir sama nafni.

Til að sjeikinn innihaldi fitu og prótein er gott að bæta út í hann þykkri kókosmjólk, avókadó eða smá ólífuolíu fyrir góða fitu og hampfræjum, chiafræjum eða öðrum fræjum, lúku af möndlum eða öðrum hnetum fyrir prótein.