Harry Breta­prins vill forðast það eins og heitan eldinn að verða „hinn nýi Andrés“ og „ó­mikil­vægur.“ Þetta full­yrðir breska götu­blaðið The Sun sem hefur þetta eftir vin prinsins.

Vinurinn, sem lætur nafns síns ekki getið, segir að Harry hafi óttast það mjög að falla niður í goggunar­röðinni í fjöl­skyldunni líkt og frændi sinn á meðan hann starfaði enn fyrir konungs­fjöl­skylduna.

Andrés hefur ekki fengið að starfa fyrir fjöl­skylduna vegna vin­áttu sinnar við milljarða­mæringinn og barna­níðinginn Jef­frey Ep­stein. Andrés hefur marg­sinnis þver­tekið að hafa vitað nokkuð af brotum Ep­stein.

„Það skiptir Harry öllu málið að skipta máli og hann hefur alltaf verið að flýta sér, því hann trúir því að hann eigi bara á­kveðið langan tíma eftir í kast­ljósinu áður en að al­menningur beinir sjónum sínum að Georg prins og syst­kinum þeirra og hann óttast að eftir það muni hann breytast í frænda sinn.“