Lífið

Prinsessukaka í Langholtskirkju

Það verður mikið um dýrðir á árlegum haustbasar Kvenfélags Langholtskirkju sem fer fram strax eftir sunnudagsmessu á morgun.

Anna Birgis er formaður Kvenfélags Langholtskirkju og konan á bak við prinsessukökuna góðu. MYND/STEFÁN

Árlegur og sívinsæll haustbasar Kvenfélags Langholtssóknar verður haldinn á morgun, sunnudaginn 11. nóvember, í Langholtskirkju.

„Af mörgu verður að taka, líkt og endranær, og verða glæsilegir munir á boðstólum sem kvenfélaginu hafa hlotnast frá fyrirtækjum í hverfinu, bæði nytjavörur, jóladót og ýmislegt fleira. Þá er ótalin hlutaveltan vinsæla en á henni er fjöldi góðra vinninga og engin núll!“ segir Anna Birgis, formaður kvenfélagsins.

Freistandi kökuhlaðborð kvenfélagsins lokkar og laðar en gómsætt bakkelsið baka kvenfélagskonurnar ásamt fleiri konum í hverfinu.

„Við höfum fengið þjóðþekkta einstaklinga til liðs við okkur í baksturinn og gefa þeir kökurnar sínar á basarinn. Hver veit svo nema prinsessukakan og Pavlova verði á kökusölunni, og hægt verður að kaupa kaffi og meðlæti á basarnum enda þykir mörgum notalegt að tylla sér með vini yfir góðum kaffibolla og tertusneið,“ segir Anna sem á heiðurinn af víðfrægri prinsessukökunni.

Allir sem koma að haustbasarnum gefa vinnu sína og fer ágóðinn að hluta til í að klára að yfirdekkja sæti kirkjunnar en einnig til líknarmála. „Við hvetjum hverfisbúa ásamt gestum og gangandi til að koma og gera góð kaup í aðdraganda jóla og styrkja um leið gott málefni,“ segir Anna, full tilhlökkunar.

Haustbasarinn verður haldinn í safnaðarheimili Langholtskirkju, strax eftir messu, frá kl. 11.50 til 16.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Bieber og Hailey staðfesta hjónabandið

Lífið

Boltinn fór að rúlla

Helgarblaðið

Við dettum öll úr tísku

Auglýsing

Nýjast

Ekki til ein­hver ein rétt dauð­hreinsuð ís­lenska

Ís­lensk börn send í sósíalískar sumar­búðir

Rhys-Davies: „Þið eruð kraftmikið nútímafólk“

Sagði allt sem hún mátti ekki segja sem for­seta­frú

Harry er alltaf að slökkva ljósin

Íslensk risaeðlunöfn fyrir íslensk börn

Auglýsing