Prins Georg, sonur Vilhjálms bretaprins, stal senunni í gær þegar þeir feðgar sáust syngja og dansa við lagið Sweet Caroline sem Rod Stewart söng á tónleikum sem haldnir voru í gærkvöldi.

Tilefni tónleikanna var 70 ára valdatíð Elísabetar Bretlandsdrottningar en tónleikarnir voru haldnir fyrir framan Buckingham höll. 22 þúsund manns voru viðstaddir tónleikana en þeim var einnig sjónvarpað í Bretlandi.

Georg er elsti sonur Vilhjálms og Katrínar, hertogahjónanna af Cambridge, en hann er sífellt í sviðsljósinu vegna þess að einn daginn veður hann konungur, eftir afa sínum, Karli, og föður sínum.

Aðdáendur bresku konungsfjölskyldunnar vildu meina að þetta væri það breskasta sem þau höfðu séð. Enda sátu þeir, tveir tilvonandi konungar, og veifuðu Breska fánanum á meðan þeir sungu og dönsuðu.

Katrín hertogaynja og Karlotta, dóttir hertogahjónanna af Cambridge, virtust einnig njóta sín en þær sungu og dönsuðu einnig.