Poppstjarnan Billie Eilish gaf tískugagnrýnanda á baukinn í myndbandi á TikTok.

Kolten Kephart, sem er gagnrýnandinn sem um ræðir, setti út á kjólinn sem Eilish klæddist á Óskarsverðlaunahátíðinni um síðustu helgi. Hann setti söngkonuna á lista yfir verst klæddu einstaklingana á rauða dreglinum.

„Mér finnst ömurlegt að gera þetta,“ sagði Kephart í myndbandinu sem var titlað „Einhver þurfti að gera þetta,“

Þegar umræðan barst að Eilish sagði hann „Ég er kominn með nóg af skítnum hennar,“

Poppstjarnan svaraði um hæl og birti myndband af sjálfri sér sitjandi á klósettsetunni að gefa Kephart puttann. „Ég er ekki komin með nóg af skítnum mínum,“ skrifaði Eilish og bætti við „Ég er að skíta núna,“

Myndband stjörnunnar vakti mikla lukku á samfélagsmiðlum, en aðdáendur hennar hafa hrósað henni hástert fyrir svarið.

Á hátíðinni hlaut Eilish verðlaun, ásamt bróður sínum Finneas, fyrir besta frumsamda lag í kvikmynd.

@billieeilish #duet with @koltenkephart ♬ original sound - koltenkephart