Vef­verslunin Pomp og prakt hefur tryggt sér um­boðið fyrir i­Design - The Home Edit vöru­línunni sem hefur farið sem eldur í sinu víða um lönd eftir að Net­flix serían „Get Organized with The Home Edit“ sló ræki­lega í gegn. Vöru­línan er því svo sannar­lega spennandi við­bót við úr­valið hjá Pompi og prakt sem opnaði fyrir rúmum mánuði með hinum vin­sælu og vönduðu skipu­lags­vörum frá i­Design.

Von er á annarri seríu The Home Edit í janúar og Popmpi og prakt er sönn á­nægja að geta loksins boðið upp á The Home Edit línuna á Ís­landi og öll þau fjöl­breyttu acr­yl box sem hún inni­heldur og auð­velda allt skipu­lag í hverjum krók og kima á heimilum og vinnu­stöðum. Þá er einnig væntan­lega viðar­lína fyrir þá sem vilja einungis nota endur­vinnan­leg efni.

i­Design – The Home Edit eru einungis til sölu í einni verslunar­keðju í Banda­ríkjunum, The Conta­iner Stor­e, einni í Bret­landi, John Lewis. Þannig að hjá Pompi og prakt er mikil á­nægja með að hafa komist yfir þetta eftirst­ótta um­boð og geta boðið vörurnar til sölu á Ís­landi.

Eig­endur Pomp og prakt, mæðgurnar Heiða B. Heiðars og Brynja Dögg Heiðu­dóttir, töldu raun­hæft að reikna með því að fá um­boðið fyrir þessa vin­sælu vöru­línu eftir eitt eða tvö ár. Biðin reyndist miklu styttri og það kom þeim vægast sagt á­nægju­lega á ó­vart þegar þær fengu grænt ljós fyrir nokkrum vikum og þær hafa verið í mestu vand­ræðum að halda þessu leyndu.

Þættirnir hafa slegið í gegn.
Mynd/Netflix