Öskur og fagnaðaróp ómuðu frá hópi íslenskra fjölmiðlamanna í blaðamannahöll Eurovision keppninnar í Tórínó, þegar Ísland var tilkynnt í hópi þeirra landa sem komust áfram í undanúrslitakeppni Eurovision-keppninnar í gærkvöldi.

Lætin voru slík að norskir fréttamiðlar greindu frá þeim í sjónvarpsfréttum síðar um kvöldið.

Pólski blaðamaðurinn Maciej er eldheitur stuðningsmaður Systra frá Íslandi og tók með sér íslenska fánann í blaðamannahöllina þann daginn. Hann veifaði fánanum glaður í bragði þegar Ísland var lesið upp og á myndbandinu má sjá pólskan kollega hans auk blaðamanns frá Aserbasjan.

Háværustu öskrin í salnum tilheyrðu þó, eins og fyrr segir, hópi íslenskra blaðamanna sem sat nærri.