Japanski raf­tækja­vöru­fram­leiðandinn Sony til­kynnti í dag að nýjasta leikja­tölva fyrir­tækisins, PlaySta­tion 5, muni verða gefin út fyrir jól á næsta ári, árið 2020. PlaySta­tion 5 mun því leysa af hólmi for­verann, PlaySta­tion 4 sem er ein vin­sælasta leikja­tölva í heimi.

Fyrir­tækið birti færslu varðandi nýju tölvuna á vef­síðu sinni og skrifaði Jim Ryan, for­stjóri fyrir­tækisins, færsluna. Þar var í fyrsta skipti stað­fest að tölvan muni heita PlaySta­tion 5. „Þessi tíðindi koma kannski ekki á ó­vart, en við vildum stað­festa þetta fyrir að­dá­endur PlaySta­tion og munum hægt og bítandi gefa út ný tíðindi um vélina.“

Nýju vélinni munu að sjálf­sögðu fylgja nýir stýri­pinnar og munu þeir bera heitið DualS­hock 5. Ryan segir í færslunni að al­gjör­lega byltingar­kennd tækni muni verða í þessm nýju stýri­pinnum, sem í fyrsta sinn muni bjóða upp á svo­kallaða snerti­endur­gjöf sem mun koma í stað hins hefð­bundna titrings sem flestir að­dá­endur kannast við.

Það muni þannig breyta því hvernig spilarar upp­lifa til að mynda að klessa á vegg í leik í saman­burði við það að tækla annan spilara í fót­bolta­leik. Tveir mis­munandi hlutir sem bjóði upp á fjöl­breyttari endur­gjöf til spilara en með nú­verandi ruðningi. Þá verða axlar­takkar fjar­stýringarinnar jafn­framt endur­nýjaðir og leikja­fram­leið­endum boðið upp á að breyta upp­lifuninni við að ýta á takkann hverju sinni, eftir því hvaða tölvu­leikur er spilaður.