Lífið

María Birta í stórmynd Quentins Tarantino

Leikkonan María Birta Bjarnadóttir, landaði hlutverki Playboykanínu í myndinni Once Upon a Time in Hollywood, sem Quentin Tarantino leikstýrir.

María Birta er að gera góða hluti. Fréttablaðið/Anton Brink

L eikkonan og verslunareigandinn María Birta Bjarnadóttir, fékk hlutverk í nýjustu mynd Quentins Tarantino. Myndin kallast Once Upon a Time in Hollywood og fjallar um morðið á Sharon Tate sem Manson-klíkan framdi. Fjölmargar ofurstjörnur Hollywood munu leika í myndinni en Margot Robbie mun leika Tate, Leonardo DiCaprio og Brad Pitt leika félagana Cliff Booth og Rick Dalton sem búa við hlið Tate í Hollywood.

„Ég fékk þann mikla heiður að fá að taka þátt í þessu meistaraverki og er búin í tökum,“ segir María Birta. Eðlilega getur hún ekki rætt frekar um hlutverkið eða annað sem viðkemur myndinni. Á vef IMDb kemur fram að María muni leika Playboy-kanínu ásamt þeim Natalie Cohen, Kerry Westcott og Courtney M. Moore. Þær hafa allar farið með smáhlutverk í nokkrum stórmyndum.

Fyrir utan þau sem fara með aðalhlutverkið er valinn maður í hverju rúmi. Dakota Fanning, Kurt Russell, Al Pacino, Timothy Olyphant, Lena Dunham, Luke Perry, Tim Roth og Damian Lewis svo nokkrir séu nefndir auk þeirra reglulegu gesta sem leika í myndum Tarantinos. Þá er Rumer Willis, dóttir þeirra Bruce Willis og Demi Moore, með hlutverk sem og Maya Hawke, dóttir þeirra Umu Thurman og Ethans Hawke.

Once Upon a Time in Hollywood er beðið með gríðarlegri eftirvæntingu enda vekja myndir Tarantinos venjulega mikla athygli og umtal.

Hrottalegt morð

Sharon Tate var 26 ára gömul þegar hún var myrt ásamt fjórum öðrum af meðlimum Mansonklíkunnar á heimili Tate í Hollywood 9. ágúst árið 1969. Tate var gift pólska leikstjóranum Roman Polanski en þegar hún lést var hún gengin átta og hálfan mánuð með son þeirra. Manson-klíkan var leidd af glæpamanninum Charles Manson. Meðlimir klíkunnar fóru eftir fyrirmælum Mansons þegar þeir myrtu Sharon Tate.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Gull er kóngurinn

Lífið

Metnaður og ástríða í ferðaþjónustu

Lífið

Tekist á við erfiðar áskoranir

Auglýsing

Nýjast

Garðar kokkur brauðfæðir lávarðadeildina

335 milljóna endur­greiðsla úr ríkis­sjóði til Ó­færðar 2

Kominn tími á breytingar

Hall­grímur kláraði 60 kíló á átta vikum

Doktor.is: Normal Disorder?

Margir hugsan­lega á ein­hverfurófi sem þurfa enga hjálp

Auglýsing