Flugfélagið Play hefur boðið Ásgeiri Jónssyni Seðlabankastjóra til Tenerife gegn því að hann birti tásumynd af sér á ströndinni. „ Þetta gengur náttúrlega alls ekki. Við viljum endilega bjóða þér Ásgeir Jónsson til Tenerife í skiptum fyrir eina glæsilega tásumynd,“ segir flugfélagið á Facebook síðu sinni.

Þar kemur einnig fram að Ásgeir verði að hafa hraðar hendur og ákveða sig fljótt þar sem ferðirnar eru svo vinsælar og sætanýtingin hafi verið 90 prósent í síðasta mánuði. Takk fyrir túkall.

Skjáskot af færslu Play

Ástæðan fyrir boði Play er að Ásgeir sagði í samtali við Vísi að hann hafi aldrei komið til Tenerife. Ummæli hans um að tíðar tásumyndir á Tenerife í sambandi við mikla einkaneyslu landsmanna og þátt hennar í vaxtahækkuninni hafi farið öfugt ofan í marga.

„Fólk er greinilega viðkvæmt fyrir þessu en þetta er samt satt. Einkaneysla er að aukast mjög hratt. Alveg gríðarlega hratt,“ sagði Seðlabankastjóri við Vísi. En hann hefur aldrei komið sem Play vill breyta.