Starfsmenn Play Air skemmtu sér konunglega við æfingar í sólinni Kaupmannahöfn um helgina.

Á Instagram reikningi flugfélagsins voru birtar myndir af starfsfólki Play Air fara um borð í flugvél þeirra TF-AEW á leið til Kaupmannahafnar til að klára þjálfun fyrir komandi sumar. Hluti þjálfunar þeirra fer fram í þjálfunarsetri í Kaupmannahöfn, þar sem æfðar eru hurðaopnanir líkt og sést á myndskeiði þeirra á Instagram sem og æfingar í að slökkva eld á klósetti.

Frá fyrsta flugi Play Air yfir borgina
Fréttablaðið/Anton Brink

Jómfrúarflug félagsins verður næstkomandi fimmtudag og er förinni heitið til London Standsted flugvallar í Lundúnum.

Í samtali við Birgi Jónsson greindi mbl.is frá því að um 50 manns hefji störf hjá flugfélaginu í fyrstu atrennu og verði komið upp í 150 manns í lok sumars.

Megin hluti flugþjóna Play Air störfuðu áður hjá Wow Air sem er hægkvæmara fyrir ráðningarferlið þar sem þau þarfnast minni þjálfunar en nýliðar.

Birgir segir stefnan vera að félagið verði komið með sex flugvélar á næsta ári og um 200 manns verði starfandi í lok árs.