Kristína Aðal­steins­dóttir verk­efna- og sýningar­stjóri, segir les­endum Frétta­blaðsins frá listinni sem breytti lífi hennar. Kristína starfar hjá lista­galleríinu BERG Con­temporary og segir hún plötuna The Scor­e með hljóm­sveitinni Fu­gees hafa haft mikil á­hrif á sig.

„Ég var sjö ára þegar ég heyrði í Lauryn Hill syngja í fyrsta sinn í þeirri mætu mynd Si­ster Act 2, og mér fannst líkt og ein­hver hefði opnað fyrir nýja vídd í höfðinu á mér. Ég man enn þá eftir því að fara í Japis, ná ekki upp að af­greiðslu­borðinu, en borga með átta ára af­mælis­peningum mínum fyrir það sem átti eftir að verða upp­á­halds platan mín þá, og er enn: The Scor­e með The Fu­gees.

Ég starfa innan mynd­listar, svo ég gæti kannski auð­veld­lega nefnt verk eftir Matt­hew Barn­ey eða Pippilotti Rist sem ein­hvers konar á­hrifa­valda í mínu lífi, en þessi plata er sú eina sem ég get fylli­lega sagt að hafi breytt mér og mótað mig sem mann­eskju. Þetta var jú í fyrsta sinn sem ég upp­lifði lista­verk sem and­spyrnu, án þess kannski að gera mér fylli­lega grein fyrir öllu inn­takinu á fyrstu árum á­hlustunar.

Hún fjallar um átök og reynslu­heim fólks á flótta, sam­fé­lags­lega með­vitund og endur­inn­rammar frá­sagnir inn­flytj­enda, um leið og hún vísar í arf­leifð hljóm­sveitar­með­lima. Henni mætti enn fremur lýsa sem hljóð­mynd, með hléum, rispum og sömplum, en ég hafði aldrei heyrt þessu líkt, og ég er sann­færð um að þarna er að finna megin­upp­sprettu á­huga míns á vídeólist síðar. Ég hef hlustað á plötuna svo oft að ég á hana í nokkrum ein­tökum, ef það kom rispa keypti ég annað ein­tak til vara. Ríkis­stjórnin mætti til dæmis fá þau lánuð, í þeirri veiku von að inn­tak plötunnar síist inn hjá þeim þar sem rispurnar hiksta hvað mest.“