Fit Lady verkjaplástrarnir eru sérhannaðir til að hjálpa konum með túrverki,“ segir Jónína Birna Björnsdóttir, vörumerkjastjóri hjá ÍSAM. „Margar konur finna fyrir miklum verkjum í tengslum við blæðingar og nota jafnvel mikið af verkjalyfjum. Það er því full þörf á lausn sem hjálpar konum með túrverki án þess að valda óþægilegum aukaverkunum.

Fit Lady plástrarnir innihalda engin lyf svo að notkun þeirra fylgja sjaldnast aukaverkanir. Þeir hjálpa líkamanum að hjálpa sér sjálfum og klínískar rannsóknir hafa sýnt fram á virkni þeirra,“ segir Jónína. „Plástrarnir draga úr tíðaverkjum og óþægindum, þeir eru vatnsheldir þannig að þeir haldast á líkamanum í alla fimm dagana sem þeir geta virkað, þeir henta langflestum konum og eru framleiddir úr hágæða efnum og ofnæmisprófaðir.“

Gott að losna við verkjalyfin

Bryndís Hilmarsdóttir er 43 ára og hefur prófað vöruna í fimm mánuði. Hún segir þetta vera algjöra byltingu og að bæði verkirnir og blæðingarnar hafi minnkað til muna.

„Þetta er búið að reynast mér rosalega vel. Ég þarf eiginlega ekkert að taka inn verkjalyf eftir að ég byrjaði að nota plástrana. Þetta dugar bara. Ég set þá á daginn sem ég byrja á blæðingum og er með þá í fimm daga,“ segir Bryndís. „Það er hægt að setja þá aftur á eftir það, en mér hefur ekki fundist þörf á því, þó ég sé stundum með blæðingar í tólf daga.

Áður þurfti ég að fara í sturtu tvisvar á dag og fá mér að meðaltali fjórar verkjatöflur yfir daginn,“ segir Bryndís. „Það munar rosalega miklu að vera núna laus við að bryðja verkjalyf, því þau eru svo óholl.

Ég finn að það er ekkert mál núna að fara í göngutúr eða í ræktina, en ég forðaðist það oft áður þegar ég var á blæðingum því ég óttaðist að finna fyrir verkjum eða að það myndi blæða í gegn,“ segir Bryndís. „Núna hreyfi ég mig meira og er meira á ferðinni, því mér finnst ég öruggari. Ég er líka betri í skapinu af því að verkirnir hafa minnkað.

Ég mæli miklu frekar með þessu en að nota verkjatöflur. Ég hef barist lengi við mikla verki og miklar blæðingar og prófað ýmislegt annað, en ekkert hefur virkað eins vel,“ segir Bryndís.

---

Fit Lady verkjaplástrarnir fást í flestöllum apótekum. Nánari upplýsingar eru hægt að nálgast á www.isam.is/fit-therapy/fit-lady/.