Hönnunar­stofan Plast­plan hlaut Hönnunar­verð­laun Ís­lands 2022 í dag við há­tíð­lega at­höfn í Grósku. Lilja Dögg Al­freðs­dóttir, menningar- og við­skipta­ráð­herra, veitti verð­launin. Reynir Vil­hjálms­son, lands­lags­arki­tekt, hlaut Heiðurs­verð­laun og fyrir­tækið Fólk Reykja­vík hlaut viður­kenningu fyrir bestu fjár­festingu í hönnun.

Plast­plan er hönnunar­stu­dio og plast­endur­vinnsla stofnuð 2019 af Birni Steinari Blu­men­stein og Brynjólfi Stefáns­syni. Mark­mið Plast­plans er að stuðla að full­kominni hring­rás plast­efna og með því sýna fram á þá mögu­leika sem felast í hrá­efninu.

Frá afhendingu verðlaunanna í kvöld.
Fréttablaðið/HelenaRós

Í rök­stuðningi dóm­nefndar Hönnunar­verð­launa Ís­lands segir að starf Plast­plans ein­kennist af „sköpunar­gleði, til­rauna­mennsku, úr­ræða­semi og ó­bilandi hug­sjón”.

„Á­hrif Plast­plans mælast ekki að­eins í af­köstum véla þeirra því það er hug­sjón þeirra sem leiðir för og hefur á­hrif á starf fyrir­tækja og hönnuða vítt og breitt. Plast­plan hefur lagt ríka á­herslu á sam­fé­lags­fræðslu og sí­fellt fleiri sam­starfs­aðilar verða til fyrir vikið, sem hafa nú til­einkað sér endur­vinnslu í eigin ranni. Allir vilja gera betur og breyta rétt,“ segir í rök­stuðningi dóm­nefndar.

Dóm­nefnd Hönnunar­verð­launa Ís­lands skipa þau Sig­ríður Sigur­jóns­dóttir, hönnuður og safn­stjóri Hönnunar­safns Ís­lands, for­maður dóm­nefndar, María Kristín Jóns­dóttir, hönnuður, vara­for­maður, Ragna Fróða­dóttir, hönnuður, Þor­leifur Gunnar Gísla­son, hönnuður, Arna Sig­ríður Mathiesen, arki­tekt, Margrét Kristín Sigurðar­dóttir fyrir Sam­tök Iðnaðarins og Daniel Byst­röm, hönnuður og stofnandi Design Nation.