Sjötta desember árið 2007 hlaut pizzan sess á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf. Google-doodle fagnar þessu með leik sem finna má á heimasíðu Google-leitarvélarinnar.

Google-doodle, sem er undirsíða Google-leitarvélarinnar á google.com, býður upp á leik þar sem skera má stafrænar pizzusneiðar og raða áleggi á pizzu samkvæmt pöntun, og samhiða því lesa fróðleik um sögu pizzunnar.

Heimasíða Google-leitarvélarinnar er óvenjulega girnileg í dag. Mynd/Google-doodle

Þann 6. desember 2007 var pizzan skráð hjá UNESCO undir óáþreifanlegan menningararf eða „​Intangible Cultural Heritage.“ Í dag telur skráin 508 liði frá 122 löndum, en meðal annara atriða má nefna, til dæmis, handofinn egypskan textíl og sánumenningu í Finnlandi.

Þó að neysla á flatbrauði þekkist í mörgum menningarheimum er ítalska borgin Napólí álitinn fæðingarstaður pizzunnar sem við þekkjum í dag; tómatsósu og osts á deiggrunni. Pizzan á síðan snertifleti við fjölmarga menningarsögulega þætti svo sem fólksflutninga, hagþróun og tækniframfarir, segir á heimasíðu Google-doodle.

Þá er áætlað að í Bandaríkjunum einum séu fimm milljarðar pizza framleiddir á ársgrundvelli.