Fólk

Pitsubakstur heillaði Snapchat-stjörnuna

Snapchat-stjarnan Binni Löve er rekstrarstjóri Blackbox Pizzeria og hefur því ekki verið mjög virkur að undanförnu á samfélags­miðlinum. Binni ætlar að koma sterkur til baka von bráðar.

Á Blackbox gefst færi á nýrri upplifun í pitsum sem lýsir sér þannig að viðskiptavinurinn velur álegg ofan á pitsuna í borði fyrir framan sig og hún eld­bakast á innan við tveimur mínútum. Fréttablaðið/Eyþór Fréttablaðið/Eyþór

Snapchat-stjarnan Binni Löve, eða Brynjólfur Löve Mogensen, er rekstrarstjóri Blackbox Pizzeria sem var opnuð með látum fyrir tveimur vikum í Borgartúni. Binni segist alltaf vera tilbúinn að prófa nýja hluti og Blackbox er það svo sannarlega þegar kemur að pitsum. Það er nefnilega ýmislegt hægt að gera þegar kemur að pitsum eins og hefur sýnt sig og sannað í Borgartúninu.


„Ef ekki pitsur þá bara eitthvað annað. Ég elska fjölbreytni og að prófa nýja hluti. Veitingahúsarekstur er alveg nýr fyrir mér sem gerir þetta verkefni bæði skemmtilegt og krefjandi. Það hefur verið þannig með mig að ég er ekkert mikið að skipuleggja hlutina fram í tímann heldur koma þeir á einn eða annan hátt til mín og ég hef alltaf gaman af áskorunum og Blackbox er klárlega sú stærsta hingað til,“ segir hann.


Brynjólfur er einn vinsælasti snappari landsins og er líklega einn fyrsti atvinnusnappari landsins. Hann hætti í háskólanámi í viðskiptafræði á sínum tíma og gerðist atvinnusnappari í eitt ár. Hann sagði sögu sína í þáttum Lóu Pind, Snapparar. „Áður en Blackbox fór af stað hafði ég starfað hjá hugbúnaðarfyrirtæki í samfélagsmiðlabransanum og breytingin því rosaleg. En hvar sem ég hef drepið niður fæti í gegnum lífið hefur maður lært eitthvað nýtt og allir þessir hlutir hjálpa manni í því sem ég fæst við í dag.“

Binni er ein vinsælasta Snapchat-stjarna landsins. Hann stefnir hátt með Blackbox. „Borgartúnið er bara fyrsta Blackbox-skrefið hér á landi,“ segir hann. Eyþór Ãrnason

Hann lofar að hann sé ekkert hættur að snappa. Það mun koma á ný. „Ég viðurkenni að snappið hefur dálítið gleymst í allri þeirri vinnu sem hefur farið í að opna nýjan veitingastað en það fer að koma að því að maður geti gefið sér meiri tíma í snappið. Þrátt fyrir að Blackbox eigi hug minn og hjarta þessa dagana þá finnst mér fátt skemmtilegra en að segja sögu mína á Snapchat, ég kem sterkur til baka von bráðar.“

Athygli vakti að loka þurfti Blackbox snemma á opnunardaginn því deigið kláraðist. Brynjólfur segir að hann hafi vitað að Íslendingar væru sólgnir í pitsu en ekki alveg svona mikið. „Við vildum koma með eitthvað nýtt og spennandi, aðeins öðruvísi og pínu ögrandi fyrir pitsusælkerana – eitthvað sem fólk hefur ekki prófað áður en miðað við viðbrögðin þá hefur það tekist vonum framar. Fbl_Megin: Fólk er líka mjög forvitið um að upplifa eitthvað nýtt í pitsum. Blackbox er einmitt það – ný upplifun í pitsum.“ 

Fréttablaðið/Eyþór Árnason

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fólk

Freistandi konudagsréttir

Kynningar

„Finnst eins og ég sé að finna mig aftur“

Fólk

Rómantík getur alveg verið nátt­föt og Net­flix

Auglýsing

Nýjast

Friðrik Ómar fyrstur og Hatari síðastur

Eins og að klífa hæstu tinda heims

Margt er gott að glíma við

Konudagurinn, dagurinn hennar!

Leið eins og elti­hrelli

Upplifa enn mikla skömm

Auglýsing