Söng­konan Pink opnaði sig ný­verið á Insta­gram um bar­áttu sína gegn CO­VID-19 sjúk­dómnum og hve ótta­slegin hún var á meðan hún var sem veikust. Slúður­vefurinn Perez­Hilton tók saman um­mæli söng­konunnar en það er ljóst að hún er þakk­lát fyrir að vera á lífi.

Í spjallinu á Insta­gram Live opin­beraði söng­konan að sonur hennar, hinn þriggja ára gamli Jame­son, hafi raunar verið veikastur. Eigin­maður hennar, Car­ey Hart og átta ára gömul dóttir hennar, Will­ow, hafi plumað sig betur.

„Jame­son hefur verið mjög, mjög veikur. Ég hef haldið skrá yfir ein­kennin hans síðustu þrjár vikur og mín líka. Hann er enn með hita, þremur vikum síðar. Þetta hefur verið mis­munandi rússí­bani fyrir okkur bæði en Car­ey og Will­ow hafa haft það gott. Það voru margar nætur þar sem ég grét og ég hef aldrei beðið jafn mikið á ævinni,“ segir söng­konan.

„Það er fyndið, en á tíma­bili hélt ég að þeir hefðu lofað okkur að börnin yrðu í lagi. Það er ekki öruggt. Það er enginn öruggur frá þessu,“ segir söng­konan jafn­framt. Hún segist vera búin að jafna sig að mestu en noti nú púst til að eiga betur með að anda.

View this post on Instagram

Two weeks ago my three-year old son, Jameson, and I are were showing symptoms of COVID-19. Fortunately, our primary care physician had access to tests and I tested positive. My family was already sheltering at home and we continued to do so for the last two weeks following the instruction of our doctor. Just a few days ago we were re-tested and are now thankfully negative. It is an absolute travesty and failure of our government to not make testing more widely accessible. This illness is serious and real. People need to know that the illness affects the young and old, healthy and unhealthy, rich and poor, and we must make testing free and more widely accessible to protect our children, our families, our friends and our communities. In an effort to support the healthcare professionals who are battling on the frontlines every day, I am donating $500,000 to the Temple University Hospital Emergency Fund in Philadelphia in honor of my mother, Judy Moore, who worked there for 18 years in the Cardiomyopathy and Heart Transplant Center. Additionally, I am donating $500,000 to the City of Los Angeles Mayor’s Emergency COVID-19 Crisis Fund. THANK YOU to all of our healthcare professionals and everyone in the world who are working so hard to protect our loved ones. You are our heroes! These next two weeks are crucial: please stay home. Please. Stay. Home.❤️

A post shared by P!NK (@pink) on