"Nú er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að fólk geti tekið umræðuna og geti tjáð sig um líðan, langanir, þarfir, ótta, mörk og hugmyndir,“ segir Ragnheiður Eiríksdóttir kynlífsráðgjafi og hjúkrunarfræðingur sem ræðir um kynlíf eftir að áhrif ME-TOO skók samfélög um víða veröld.

Hún segir að Covid hafi haft veruleg áhrif á kynlífsiðkun fólks en sjónvarpstöðin CNN sagði frá því nýlega að smokkar væru farnir að seljast aftur eftir samdrátt í sölu þeirra á Covid tímum. Ný Kinsey rannsókn leiddi í ljós að fólk í samböndum hefur átt í meiri átökum en áður og stundað minna kynlíf í Covid. Þær Ragnheiður og Ásdís tala einnig um raðfullnægingar og mikilvægi þess að leyfa kynverunni í sér að blómstra.

Þátturinn Undir yfirborðið er á dagskrá á Hringbraut í kvöld kl.19 og 21 - Alla mánudaga.