For­varna- og fræðslu­sam­tökin ÞÚ GETUR! veita Píeta sam­tökunum hvatningar­verð­laun á al­þjóð­lega geð­heil­brigðis­deginum, þann 10. Októ­ber, fyrir for­varnar­starf sitt gegn sjálfs­vígum. „Það er oft svo mikil nei­kvæð um­ræða um það sem er að gerast í heil­brigðis­kerfinu að okkur finnst mikil­vægt að vekja at­hygli á því sem er verið að gera vel,“ segir Ólafur Þór Ævars­son, geð­læknir og einn af stofn­endum ÞÚ GETUR.

Fagna geðheilsu eflingu

Hvatningar­verð­launin voru sett á lag­girnar fyrir um tíu árum, eða á sama tíma og sam­tökin ÞÚ GETUR voru stofnuð. „Við vildum hvetja þá sem eru á ein­hvern hátt að finna nýrri og betri með­ferðir fyrri geð­sjúka, stuðla að for­vörnum eða ein­hvers­konar geð­heilsu eflingu,“ bætir Ólafur við. Verð­launin eru veitt bæði til ein­stak­linga og sam­taka en á síðustu árum hlutu til að mynda Auður Axels­dóttir í Hugar­afli, Geð­fræðslu­fé­lagið Hug­rún og Geð­teymið á Reykja­lundi verð­launin.

Auk hvatningar­verð­launanna munu Pieta sam­tökin hljóta á­góða af styrktar­tón­leikum sem verða haldnir í Bú­staða­kirkju á fimmtu­daginn. Karla­kór Kópa­vogs undir stjórn Garðars Cor­tes mun koma fram við undir­leik Hólm­fríðar Sigurðar­dóttur. Auk þess sem Hanna Óla­dóttir mun lesa upp úr nýrri bók sinni Stökk­brigði og Sig­rún Þórarins­dóttir segir frá reynslu í sjálfs­vígi í fjöl­skyldunni. „Vig­dís Finn­boga­dóttir er síðan heiðurs­gestur og sér­stakur verndari tón­leikanna,“ segir Ólafur

Karlakór Kópavogs kemur fram undir stjórn Garðars Cortes.

Smá hvatning nær langt

Ólafur fékk hug­myndina um að stofna ÞÚ GETUR fyrir um það bil ára­tug. „Ég var að vinna sem geð­læknir með al­var­lega veikt fólk og fann að það var svo mikil­vægt fyrir þá sem voru ungir og veikir og mögu­lega pínu ráða­lausir að þeir fengju smá hvatningu og styrk.“

Sjóðurinn hefur að sögn Ólafs þrjú megin mark­mið sem snúast um að fræðslu gegn for­dómum, hvatningar­verð­launum og náms­styrkjum fyrir ungt fólk sem er að ná sér eftir veikindi.

Ómetanlegt að sýna stuðning í verki

Sjóðurinn hefur veitt um 140 náms­styrki síðan hann var stofnaður. „Fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 25 ára sem er að komast út úr geð­sjúk­dómum getur skipt sköpum að fá styrk sem er ekkert ó­skap­lega hár en dugir fyrir skóla­gjöldum í einn vetur og kannski einni tölvu.“ Árangurinn láti ekki á sér standa að mati Ólafs. „Ég fann það fljótt í starfi mínu að bara það að finna á­huga og álit ein­hvers utan­að­komandi getur haft mikil á­hrif.“

Hann hvetur alla til að leggja leið sína í Bú­staða­kirkju á fimmtu­daginn og leggja mál­staðnum lið. „Það er ó­metan­legt að fá stuðning al­mennings, sér­stak­lega þegar um svo mikil­vægt mál­efni er ræða,“ segir Ólafur og bætir við að enginn yrði svikinn sem myndi láta sjá sig.