Sjón­varps­maðurinn Pi­ers Morgan gagn­rýnir nýrri með­limi bresku konungs­fjöl­skyldunnar, þær Kate Midd­let­on og Meg­han Mark­le, ansi harka­lega í pistli sem hann birti í breska götu­blaðinu Daily Mail í dag. Þar segir hann þær hegða sér líkt og þær væru í raun­veru­leika­þætti og að hegðun þeirra gangi í ber­högg við hegðun eldri með­lima fjöl­skyldunnar líkt og drottningarinnar og móður hennar heitinnar.

Í pistlinum lýsir hann furðu yfir því að Meg­han Mark­le haldi á­fram að koma sér á fram­færi á sam­fé­lags­miðlum og aug­lýsa sig eftir fæðingu sonar hennar og Harry, Archie. „Maður hefði haldið að Meg­han myndi róa niður sjálfs­aug­lýsinga­þoturnar eftir fæðinguna á Archie, miðað við hversu mikla at­hygli það hefur fengið. Því miður ekki,“ ritar Morgan meðal annars.

Þá gagn­rýndi hann Meg­han og Harry fyrir að hafa „bombað myndum á að­dá­endur sína“ á eins árs brúð­kaups­af­mælinu sínu á sam­fé­lags­miðlum frá brúð­kaupinu sínu. Hann segir að slíkar færslur á sam­fé­lags­miðlum stingi í stúf við á­herslur Harry á geð­heil­brigðis­mál. Kappinn vinnur nú að heimildarþáttum með fyrrverandi spjallþáttastjórnandanum Opruh Winfrey um geðheilbrigðismál og hefur oft og iðullega tjáð sig um málaflokkinn.

Auk þess gagn­rýnir Pi­ers her­toga­hjónin af Cam­brid­ge, þau Kate og Willi­am fyrir ný­legar fjöl­skyldu­myndir, þar sem meðal annars sást til Lúð­víks, sonar þeirra, labba í fyrsta sinn. Hann segir aug­ljóst að þau vilji ekki að her­toga­hjónin af Sus­sex fái meiri at­hygli en þau. „Skila­boðin af myndunum voru aug­ljós: „Við erum líka frá­bærir for­eldrar og líka geggjað par!“ ritar sjón­varps­maðurinn.

Þá segir hann að gífur­legur munur á „at­hyglis­sýki“ yngri paranna í fjöl­skyldunni og þeirri eldri. Bendir hann á í þeim efnum að Karl Breta­prins og Kamilla hafi ekki fengið nærri því jafn mikla at­hygli í ný­legri ferð sinni til Þýska­lands en þrátt fyrir það hafi sú ferð verið vel heppnuð.

„Það er tími til kominn að þau hætti í þessu asna­lega markaðs­stríði og hætti að stafla á okkur svona mikið af sjálfs­aug­lýsingum. Eins og lang­amma Willi­am og Harry myndi segja þeim ef hún væri enn á lífi: hættið að kvarta, hættið að út­skýra og hættið að tala og til­finningast! svona mikið á al­manna­færi.“