Franski fatahönnuðurinn Pierre Cardin er látinn. Fjölskylda Cardin staðfestir þetta í samtali við AFP fréttastofuna fyrr í dag en hann var 98 ára gamall.

Cardin var einn fremsti fatahönnuður heims, hann hóf ferilinn hjá Christion Dior en hannaði síðar undir eigin nafni.

Hann fór sínar eigin leiðir þegar það kom að hönnun og var þekktur fyrir framandi sköpun sína. Hann hristi upp í tíksuheiminum með kúlukjólum og öðruvísi hönnun. Hann var einnig einn af fyrstu fatahönnuðunum til að koma hátísku til almennings þegar hann hóf að selja flíkur sínar í stórverslunum.

Cardin hélt tískusýningar í sumarhúsi sínu í Cannes í Frakklandi. Húsið er einstakt en það var hannað af ungverska arkitektinum Antti Lovag árið 1975.
Fréttblaðið/ Getty images.

Á síðasta ári kom út heimildarmyndin, House og Cardin, sem fjallar um ævi og störf hans. Margrét Hrafnsdóttir framleiðandi kom að gerð myndarinnar, en margar stjörnur úr tískuheiminum koma fram í myndinni og má þar nefna fyrirsætuna Naomi Campbell og fatahönnuðinn Jean-Paul Gaultier, leikkonuna Sharon Stone og rokkstjörnuna Alice Cooper.