Breski hjarta­knúsarinn Pi­erce Brosnan er staddur á Ís­landi en til hans sást á Konsúlat hótelinu í mið­bæ Reykja­víkur í morgun.

Lík­legt verður að teljast að kappinn sé staddur hér við tökur á Euro­vision kvik­mynd Will Ferrell en tökur munu hefjast á Húsa­vík á næstu dögum. Þar fer kappinn með hlut­verk Erics Erics­son­g, sem á að vera heitasti pipar­sveinn Ís­lands en um er að ræða föður aðal­per­sónunnar, sem leikin er af Will Ferrell.

Líkt og minnugir að­dá­endur bíó­myndanna um James Bond vita er ekki um fyrstu heim­sókn kappans til Ís­lands að ræða en hann kom hingað til lands við tökur á Bond myndinni Die Anot­her Day sem kom út árið 2002.

Pierce sást á Konsúlat hótelinu fyrr í dag.
Fréttablaðið/Steingerður