Írski leikarinn Pi­erce Brosnan hefur sett villuna sína á sölu og biður um hundrað milljónir Banda­ríkja­dala fyrr eignina. Það setur eignina á topp tíu listann yfir dýrustu eignir í Los Angeles sýslu.

Húsið er stað­sett á Malibu strönd við Los Angeles og spannar tæp­lega 1200 fer­metra. Lóðin er yfir fjögur þúsund fer­metrar og inni­heldur einka­strönd og sund­laug.

Draumahúsið tók tíu ár

Brosnan, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í James Bond myndunum, sagði húsið vera inn­blásið Bond myndinni Tomor­row N­e­ver Dies sem kom út árið 1997. Þegar Brosnan keypti lóðina sagði hann eigin­konu sinni, Keely Shaye Brosnan, að hún ætti að byggja drauma­húsið sitt, sem hún og gerði.

Húsið var byggt á tíu árum og kennir þar ýmissa grasa. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir.

Ekki er laust við að villan minni mann á glæsihýsi úr Bond myndunum.
Stofan rúmar jafn njósnara sem almenna borgara.
Eldhúsið hefur allt sem kokkinn dreymir um.
Svalir með útsýni yfir sundlaugina og hafið.
Nóg af rými er til að sóla sig.
Hægt er að hafa það huggulegt við eldinn þegar tekur að kvölda.
Húsið er einkar reisulegt.