Írski leikarinn Pierce Brosnan heimsótti Hvalasafnið á Húsavík og dag. Hann birti mynd af sér og eiginkonu sinni, blaðamanninum og leikkonunni Keely Shaye Smith, fyrir framan safnið.

„Stórfenglegur dagur á Hvalasafninu á Húsavík (og það rignir lárétt),“ skrifar James Bond leikarinn góðkunni við myndina. Leikaranum er greinilega annt um hvali þar sem hann bætti við myllumerkinu „björgum hvölunum“ undir myndina.

Brosnan er staddur á Húsavík þar sem tökur fara fram á Eurovision mynd Will Ferrells. Hann sést á vappi um Reykjavík um daginn og er talið að hann hafi gist á nýja Konsúlat hótelinu í miðbænum.

Þettta er þó ekki fyrsta heim­sókn kappans til Ís­lands en hann kom hingað til lands við tökur á Bond myndinni Die Anot­her Day sem kom út árið 2002.