Breski hjarta­knúsarinn Pi­erce Brosnan er þessa stundina staddur á þjóð­veginum og á leiðinni norður til Húsa­víkur, þar sem tökur munu fara fram á Euro­vision mynd Will Ferrells. Hann birti skemmti­lega færslu á Insta­gram.

Í færslunni segist kappinn vera að hlusta á ís­lensku hljóm­sveitina Kia­smos en hljóm­sveitina skipa þeir Ólafur Arnalds og Janus Rasmus­sen. Frétta­blaðið sagði fyrst allra frá því í gær að Pi­erce væri mættur til landsins en það er ljóst að það verður nóg að gera hjá kappanum hér­lendis.

„Á ferð um Ís­land að hlusta á #Kia­smos,“ skrifar kappinn á Insta­gram en hann er að hlusta á lagið Orgoned með sveitinni. Hann mun fara með hlut­verk Ericks Ericks­son­gs, föður aðal­per­sónunnar myndarinnar sem leikin er af Will Ferrell. Er honum lýst sem „heitasta pipar­sveini Ís­lands.“

View this post on Instagram

On the road in Iceland listening to #Kiasmos

A post shared by Pierce Brosnan (@piercebrosnanofficial) on