Philippe Cerboneschi, sem einnig er þekktur undir nafninu „Zdar“ og er annar tveggja með­lima franska plötu­snúða­t­ví­eykisins Cassius er látinn, að því er fram kemur á vef BBC. Ný plata tví­eykisins, Dream, er væntan­leg á morgun.

Sam­kvæmt upp­lýsingum um­boðs­manns Cerboneschi, Sebastien Farran, lést hann af slysförum hann þegar hann féll í gegnum glugga í hárri byggingu í París. Engar frekari upp­lýsingar liggja fyrir um and­látið, að því er segir á vef breska ríkis­út­varpsins.

Cerboneschi stofnaði plötu­snúða­t­ví­eykið Cassius á­samt Hubert Blanc-Fran­card árið 1989 og þá fram­leiddi Zdar jafn­framt tón­list sjálfur fyrir fjölda tón­listar­manna. Þannig vann hann meðal annars með indi­e bandinu Phoenix að vin­sælustu plötu þeirra, Wolf­gang Ama­deus Phoenix, sem hlaut Gram­my verð­laun sem besta ó­hefð­bundna platan árið 2010.

Fjöldi tón­listar­fólks hvaða­næva úr tón­listar­heiminum hefur minnst Zdar á sam­fé­lags­miðlum í morgun, þar á meðal Alex Kapra­nos úr hljóm­sveitinni Franz Ferdinand, plötu­snúðurinn Cal­vin Har­ris og Rostam Bat­mang­lij, fyrrum fram­leiðandi hljóm­sveitarinnar Vampi­re We­e­kend.