Fyrr á árinu byrjuðu peysuvestin að verða uppáhald tískuskvísanna. Núna hafa þau aldrei verið jafn vinsæl og hægt að finna flott peysuvesti í ýmsum litum í tískuverslunum landsins. Það er sérstaklega vinsælt að hafa þau aðeins í yfirstærð.

Peysuvesti eru mjög vinsæl um þessar mundir og samkvæmt erlendum tískumiðlum verða þau aðalmálið í haust.

Þá er áberandi það trend að taka vesti sem er nokkrum stærðum fyrir ofan þá sem maður tekur vanalega. Brátt fer að hausta og þá er kjörið að klæða peysuvestið yfir flotta skyrtu til að bæta við ögn meiri hlýju í veðri og vindum. Svo er það líka bara einstaklega flott.

Flestar helstu tískuverslanir landsins eru með gott úrval af flottum peysuvestum í hinum ýmsu litum, stílum og stærðum. ■

Ballettdansarinn Amanda Derhy glæsileg á götum Parísar.
Þýski áhrifavaldurin Soulin Omar í vesti í yfirstærð frá Mango.
Tískubloggarinn Lois Opoku í flottu bleiku vesti á tískuvikunni í Mílanó.
Anna Schürrle í vesti með breiðum öxlum frá Isabel Marant.
Söngkonan Ashley Robert í ljósu vesti með kaðlamynstri í London.
Tíglamynstruð vesti munu koma sterk inn í haust.