Ævintýrið um Pétur og úlfinn verður flutt sunnudaginn 3. október í Norðurljósum í Hörpu kl. 14 og 16.
Pétur og úlfurinn eftir Prokofíev hefur fangað ímyndunarafl barna, kynslóð fram af kynslóð. Verkið – um krakkann uppátækjasama, úlfinn og dýrin í sveitinni – er einnig í uppáhaldi hjá mörgum fullorðnum, þar með töldum meðlimum Kammersveitar Reykjavíkur.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir mun leiða börnin inn í söguna og kynna hljóðfærin fyrir þeim. Að þessu sinni flytur Kammersveit Reykjavíkur verkið í kammerútsetningu Helmuts Schmidinger. Stjórnandi á tónleikunum er Kornilios Michailidis.