Peter Weber, pipar­sveinninn sjálfur og stjarnan úr síðustu Bachelor seríu, tjáði sig á dögunum í hlað­varps­þætti um þá orð­róma að hann ætti nú í ástar­sam­bandi við Kell­ey Flanagan, sem eins og frægt er orðið, var einn af kepp­endunum í síðustu þátta­röð.

Peter og Kell­ey hafa að undan­förnu sést æ oftar saman, að því erE News greinir frá. Þannig hafa þau meðal annars birst saman í TikTok mynd­böndum og þá hafa þau einnig sést saman í Chi­cago borg. Líkt og að­dá­endur vita var Kell­ey keppandi í þáttunum en Peter endaði á að veita henni ekki rós.

Peter tjáði sig um þá orð­róma að þau væru nú að stingja saman nefjum í nýjum hlað­varps­þætti Nick Vi­all. Þar opnaði hann sig meðal annars um það hvers vegna hann væri að eyða tíma með Kell­ey og hvað gerðist raun­veru­lega á milli hans og Hannah Brown.

„Það er svo mikið sem fólk veit ekki,“ segir pipar­sveinninn. „Sam­band mitt við Kell­ey hefur verið...heppi­legt,“ segir hann og vísar þar til þess að þau hittust fyrir til­viljun áður en að tökur fóru fram á Bachelor seríunni.

„Þátturinn gerðist svo aug­ljós­lega og þetta gekk ekki hjá okkur. Ég var svo í Miami á Super Bowl og ég fór með bróður mínum. Og ég rakst á hana á laugar­dags­kvöldinu fyrir leikinn,“ segir kappinn.

„Þetta gekk ekki þar. Þetta bara virkaði ekki í þættinum. Hrað­spólum þar til fyrir nokkrum vikum þegar ég var úti með Dy­lan [Bar­bour] og Devin[Har­ris] og ég sendi Kristian [Hag­ger­ty] skila­boð og spurði hana hvort hún vildi koma út með okkur. Hún mætti og þá var hún með Kell­ey,“ segir Peter.

„Ég hafði ekki hug­mynd, þau mæta og ég hitti Kell­ey aftur og hakan fer í gólfið. Við spjöllum og endum á að hanga saman og það er þá sem ég fékk númerið hennar. Við byrjuðum að tala saman og bara héldum því á­fram.“

Hann lýsir því þá hvernig heims­far­aldurinn gekk yfir Banda­ríkin og hvernig hann eyddi tíma með Kell­ey í sótt­kví í Chi­cago. Hann segir að þeim líki ein­stak­lega vel við hvort annað.

„En erum við saman? Nei. Elska ég að eyða tíma með henni? Al­gjör­lega. Við erum samt ekki saman. Gæti ég séð það fyrir mér í fram­tíðinni? Já, að sjálf­sögðu. Ég væri ó­trú­lega heppinn ef það gerðist. Af öllum er ég samt sá síðasti sem þarf að drífa sig í sam­band. Ég var að klára trú­lofun sem gekk ekki upp. Það er þess vegna sem að ég er bara að taka því ró­lega núna.“