Hjóna­band Tom Brady og Gis­ele Bündchen er á allra vörum vestan­hafs þessa dagana og hefur grín­istinn Pete David­son dregist inn í um­ræðuna á sam­fé­lags­miðlum.

Í gær var greint frá því að þau hafi bæði ráðið skilnaðar­lög­fræðinga, sem gæti þýtt að hjóna­bandið sé komið á enda­stöð. Sagt er að á­kvörðun Brady að hætta við að hætta í amerískum fót­bolta hafi farið illa í Gis­ele og hefur hún beðið um skilnað.

Eftir að fréttir um yfir­vofandi skilnað parsins fóru á flug í gær byrjuðu not­endur á sam­fé­lags­miðlinum Twitter að kalla eftir því að grín­istinn Pete David­son og Gis­ele myndu byrja að hittast. Margir muna eftir því þegar David­son byrjaði að hitta Kim Kar­dashian, stuttu eftir að hún skildi við rapparann Kanye West.