Í myndbandinu má sjá Davidson og Machine Gun Kelly sitja fyrir á hvítum sófa, í gamansamri tilraun til að setjast í þokkafullar stellingar.

Pete Davidson hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarið vegna ástarsambands við athafnakonuna Kim Kardashian West, sem að sögn fjölmiðla vestra hófst í október. Turtildúfurnar birtust nýverið í auglýsingu fyrir tískumerkið SKIMS, þar sem þau voru mynduð á íburðarmiklu heimili móður Kim Kardashian, Kris Jenner.

Machine Gun Kelly á einnig kærustu sem getur talist frægari en hann sjálfur, en í fyrra tók hann saman við leikkonuna Megan Fox sem sló í gegn í Transformers myndunum á síðasta áratug.

Calvin Klein fyrirtækið birti síðan sjálfu af Pete Davidson og Machine Gun Kelly á Instagram-aðgangi sínum þar sem markaðsmógúlar fyrirtækisins spurðu notendur miðilsins „negldum við þetta, eða negldum við þetta?“