Magnús­ína G. Valdi­mars­dótt­ir og Þór G. Þór­ar­ins­son eru að selja nærri 200 fermetra eign sína við Þrastanes í Garðabæ. Húsinu fylgir 1.300 fermetra lóð sem er sú glæsilegasta. Í viðtali við mbl.is í fyrra lýstu þau því hversu miklum tíma þau vörðu í garðinum en þau hafa búið í húsinu í sautján ár.

Eignin fór nýverið á sölu en fram kemur í lýsingu að þau hafi í tvígang fengið verðlaun fyrir garðinn frá Garðabæ en eins og má sjá á myndunum sem fylgir er hann sá glæsilegasti. Þá kemur fram að töluverðar endurbætur hafi verið gerðar á húsinu síðustu ár en sem dæmi var það tekið í gegn að utan 2010, flísar á palli endurnýjaðar 2017 og ef litið er til endurbóta að innan þá má nefna baðherbergið og að parketið var slípað í fyrra.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af húsinu og garðinum en fleiri myndir má finna hér á fasteignavef Fréttablaðsins.

Alls eru 189 milljónir settar á húsið en fasteignamatið er 88,9 milljónir og brunabótamatið tæpar 87 milljónir.

Rúmgóð setustofa.
Með fínasta útsýni í garðinn.
Mynd/Fasteignaljósmyndun.is
Eldhúsið er notalegt.
Nóg pláss fyrir fötin.
Hér er hægt að dunda sér.
Og jafnvel búa til garðlist.
Svo þarf dálítið að slá.
En eftir það er hægt að slaka.
Mynd/Fasteignaljósmyndun.is