Eigin­kona leikarans Sean Penn til rúm­lega eins árs hefur sótt um skilnað. Í er­lendum miðlum segir að leik­konan Leila Geor­ge hafi sótt um skilnað í Los Angeles þar sem þau búa.

Parið hefur verið saman í um fimm ár en þau giftu sig við fá­menna at­höfn í fyrra í miðjum heims­far­aldri. Það fór ekki hátt um brúð­kaupið en nokkrum dögum síðar stað­festi leikarinn það í við­tali hjá Seth Meyers í þættinum Late Night with Seth Meyers.

„Það var Co­vid brúð­kaup,“ sagði Penn þá þegar hann var spurður um brúð­kaupið. Við­stödd voru að­eins tvö börn hans og Robin Wrig­ht og bróðir Geor­ge.

Um er að ræða þriðja skilnað Penn en áður var hann giftur Madonnu frá 1985 til 1989 og Robin Wrigh frá 1996 til 2010. Þau eiga tvö börn saman, Dy­lan sem er 30 ára og Hopper sem er 28 ára.