Breska líkams­ræktar­drottningin Leanne Hains­by hefur barist við brjósta­krabba­mein síðan í ágúst á síðasta ári. Hains­by er þekktur á­hrifa­valdur en að undan­förnu hefur hún vakið at­hygli fyrir að vera eitt af and­litum Peloton-hjól­reiða­appsins vin­sæla.

Leanne opnaði sig um krabba­meinið í færslu á Insta­gram á föstu­dag. Hún hefur að undan­förnu gengist undir lyfja­með­ferð og er nú á leið í geisla­með­ferð til að vinna bug á meininu.

Leanne segir að hún hafi fundið hnút í brjóstinu og fyrst um sinn hafi læknar verið efins að um ill­kynja krabba­mein væri að ræða. Hún segir að með­ferðin hafi heilt yfir gengið vel þó lyfja­með­ferðin hafi vissu­lega verið krefjandi.

„Fram undan er langt og strangt ferli, sjúkra­hús­heim­sóknir eru orðnar hluti af dag­legu lífi og ég tek bara eitt skref í einu,“ sagði hún.