Knatt­spyrnu­maðurinn Theó­dór Elmar Bjarna­son og tísku­bloggarinn Pattra Sri­y­a­non­ge eiga von á sínu öðru barni. Pattra til­kynnti þetta á Insta­gram-síðu sinni í dag og sagði að von væri á leyni­gesti þann 1. mars næst­komandi.

Fyrir eiga Pattra og Elmar soninn Atlas Aron sem fæddist 2016. Hann er skírður í höfuðið á eldri bróður Elmars, sem lést fyrir tólf árum síðan.

Í sumar sneri Elmar aftur til upp­eldis­fé­lagsins KR eftir að hafa leikið er­lendis undan­farin sau­tján ár og verið á mála hjá liðum í Skot­landi, Noregi, Sví­þjóð, Dan­mörku, Tyrk­landi og Grikk­landi.

Pattra er einn vin­sælasti tísku­bloggari landsins og skrifar fyrir síðuna Trend­net.