Raunveruleikastjarnana Patrekur Jaime er ekki par sáttur með ummæli Birgittu Líf, markaðsstjóra World Class og nú raunveruleikastjörnu, sem hún lét falla í nýjum raunveruleikaþáttum sínum.

Þar sagði Birgitta Líf að LXS þættirnir sem nú eru til sýningar á stöð 2 væru fyrstu raunveruleikaþættirnir sem búnir væru til án handrits.

„Okey Vá hversu mikið slap in the face. Lets keep it real tho. Við strákarnir höfum sett allt okkar líf fyrir myndavélina og höfum aldrei haldið á handriti eða verið með eitthvað scriptað“ segir Patrekur í færslu á Instagram sem hann beinir beint til Birgittu.

„En það er ekkert nýtt að sumar ykkar séu að gera „grín“ af minnihlutahóp,“ segir Patrekur og heldur áfram.

„Sería 1 var kannski spá produced en það var því við vissum lowkey ekkert hvað við værum að gera utaf því líka að Æði var fyrsta reality tv á Íslandi en það hætti strax og við byrjuðum á annarri seríu.“

„Við höfum gert mjög mikið fyrir minnihlutahópa hér á landi og það er ekki í lagi að séuð að taka það frá okkur.“ segir Patrekur og tekur fram „ við erum 5 mjög kvenlegir samkynhneigðir strákar. Tveir okkar eru líka POC og við erum að sýna líf sem ekki margir þekkja.“

Strákarnir í Æði vinna nú hörðum höndum að fimmtu seríu þáttanna.
Fréttablaðið/EyþórÁrnason

Vill vera fordæmi fyrir aðra

Patrekur segir að sér hefði þótt mikilvægt að sjá einhvern eins og sjálfan sig í sjónvarpi þegar hann var að alast upp og

„Ég hefði viljað svo mikið að sjá einhvern eins og okkur í sjónvarpinu þegar ég var lítill og týndur,“ segir Patrekur segir að sýnir þættir hafi mikið fram að færa í réttinda baráttu jaðarhópa.

„Ég vona að við séum allavega að sýna sérstaklega unga fólkinu að það er í lagi að vera öðruvísi, að vera þú sjálfur. Vonandi hjálpum við líka einhverjum að koma út og finna sig,“

Að lokum veitir Patrekur Birgittu góð ráð um það hvað raunveruleikasjónvarp snýst um.

„Sma pro trip frá fyrstu íslensku raunveruleikastjörnunni: Raunveruleikasjónvarp snýst um persónuleika en ekki útlit og lífstíl. Þannig þið gætuð orðið fyrstu scripted raunveruleikaþættirnir ef þið fáið fleiri seríur,“ segir hann.