Tískumiðlar erlendis spá því að pastellitir verði sérstaklega vinsælir í sumar. Vott af þessu trendi má nú þegar sjá í helstu fataverslunum hér á landi.

Nú er sumarið gengið í garð þótt veðrið sýni það kannski ekki. Það breytir þó ekki því að með sumrinu fer fólk að klæðast litríkari fötum og eru pastellitir alveg sérstaklega vinsælir um þessar mundir.

Dragtir virðast vera sérstaklega vinsælar, sem og töskur. Það getur komið vel út að klæðast nokkrum pastellitum saman.

Það er nóg framboð í öllum helstu fataverslunum af pastellituðum fötum, þannig að þrátt fyrir rigningu og vind er um að gera að klæða sig upp í glaðlega pastelliti og njóta sumarsins.

Þýska tískugyðjan Leonie Hannie í Mílanó.
Dragtir í pastellitum virðast vera sérstaklega vinsælar.
Systurnar Vera Arrivabene og Viola Arrivabene tóna vel saman hvor í sinni pastellituðu dragtinni.
Fyrirsætan Emmy Rappe í grænu á tískuvikunni í París.
?Martina Gronowska í ljósblárri dragt frá Massimo Dutti.
Áhrifavaldurinn Aylin Koenig glæsileg í fjólublárri dragt frá Riani. fréttablaðið/Getty
Þýska sjónvarpsstjarnan Janin Ullmann á tískuvikunni í Berlín.