Banda­ríska raun­veru­leika­stjarnan og hótelerfinginn Paris Hilton kom fylgj­endum sínum í opna skjöldu í gær­kvöldi og til­kynnti að hún væri orðin móðir. Paris, sem er 41 árs, eignaðist barnið með að­stoð stað­göngu­móður.

Um er að ræða heil­brigðan dreng sem hún eignast með eigin­manni sínum, Car­ter Reum, en þau gengu í hjóna­band fyrir rúmu ári. Birti Paris fal­lega mynd á Insta­gram þar sem hún heldur í hönd sonarins.

Í sam­tali við tíma­ritið Peop­le segir Paris að það hafi alltaf verið draumur hennar að verða móðir. Hún sé svo á­nægð að hafa fundið ástina í örmum eigin­manns síns og þau séu afar spennt að hefja þennan næsta kafla í lífi sínu.