Fyrsti þátturinn kemur út þann 4. ágúst næstkomandi og verða sex þættir í fyrstu seríu. Þar mun hún fá til sín góða gesti og reyna sig áfram í eldhúsinu.

Paris er barnabarn Conrad Hilton sem stofnaði Hilton hótelkeðjuna en hún sló í gegn í þáttunum The Simple Life með Nicole Richie.

Með því skaust Paris fram á sjónarsviðið sem leikkona og var orðin heimsfræg rétt rúmlega tvítug.

Hún var snemma orðin áhrifavaldur en hefur undanfarin ár byggt upp eigið viðskiptaveldi sem telur fimmtíu verslanir víðsvegar um heiminn.

Þar fyrir utan hefur hún einnig sett kraft í feril sinn sem plötusnúður og meðal annars komið fram á Tomorrowland-hátíðinni, stærstu raftónlistarhátíð heims.