„Ég myndi gera hvað sem er fyrir hana,“ segir Kim Kardashian um Paris Hilton í nýrri klippu úr sautjándu seríu raunveruleikaþáttanna „Keeping Up With the Kardashians.“ Kim segir systur sinni Khloé Kardashian að ferill hennar hefði orðið að veruleika ef ekki væri fyrir Paris.
Í klippunni var Kim að útskýra hvers vegna hún ætlaði að vera í tónlistarmyndbandi Paris „Best Friends Ass“ þrátt fyrir að vera mjög upptekin. Khloé tjáði Kim að hún væri mjög góðhjörtuð og að ekki allir myndu sýna vinum sínum slíka hollustu.
Skipulagði fataskáp Paris
Kim segist fúslega viðurkenna að hún standi í þakkarskuld við Paris en hún áður aðstoðarkona Paris. Aðdáendur raunveruleikaþáttar Paris „The Simple Life“ mun eflaust eftir því að hafa séð Kim skipuleggja fataskáp Paris og í einhverjum tilvikum passa chihuahua hundinn hennar.

